Þjónusta
Í Vetrarmýri verður blönduð byggð íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis þar sem gert er ráð fyrir að ýmiskonar þjónusta og stofnanir setjist að. Innan hverfisins verður einnig nýtt fjölnota íþróttahús sem mun setja mikinn svip á hverfið og skapa tækifæri til heilsueflingar og öflugs tómstunda- og íþróttastarfs. Við hlið íþróttasvæðisins munu rísa bæði skóli og leikskóli. Verslanir eru áætlaðar á jarðhæð við aðalgötuna Vetrarbraut, samkvæmt deiliskipulagi.
Lesa meira